Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjabær reiðubúinn 
að taka á móti flóttafólki
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 18. mars 2022 kl. 07:04

Suðurnesjabær reiðubúinn 
að taka á móti flóttafólki

Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir yfir vilja til þess að leggja sitt af mörkum við að hjálpa úkraínsku þjóðinni og lýsir sig reiðubúið til þess að taka á móti flóttafólki eftir bolmagni sveitarfélagsins. Þá mun Suðurnesjabær leggja aukna áherslu á að sinna starfsskilyrðum sínum er kemur að málefnum vegalausra barna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar á minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu um viðbragðsáætlun vegna umsókna um alþjóðavernd. 

Mikilvægt er að kanna framboð húsnæðis í sveitarfélaginu og er félagsþjónustu falið að fylgja málefninu eftir og kanna hvaða þjónustu þarf að veita. Íbúar og fyrirtæki í sveitarfélaginu eru hvött til að hafa samband við sveitarfélagið ef þau hafa húsnæði til afnota.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024